fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Verður Diallo stjarna á Old Trafford eftir allt?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. desember 2022 19:00

Diallo fagnar marki með Manchester United. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Manchester United er mikil ánægja með þróun Amad Diallo hjá Sunderland.

Hinn tvítugi Diallo gekk í raðir United í janúar 2021 frá Atalanta. Hann gæti kostað allt að 37 milljónir punda.

Kantmaðurinn náði hins vegar ekki að koma sér í liðið á Old Trafford og fór á lán til Rangers fyrir ári.

Fyrir þetta tímabil var Diallo svo lánaður til Sunderland. Þar hefur gengið vel. Kappinn er búinn að skora sex mörk í ensku B-deildinni.

Búist er við því að Diallo snúi aftur til United í sumar en Sunderland hefur ekki möguleika á að kaupa hann.

Diallo gæti því átt fyrir höndum bjarta framtíð á Old Trafford en mikil ánægja er með hann þessa stundina.

Diallo á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina, án þess þó að skora mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum