fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Forstjóri Vegagerðarinnar vísar gagnrýni á snjómokstur á bug – Segir starfsfólk hafa fórnað jólunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að illa sé vegið að starfsfólki stofnunarinnar sem hafi fórnað jólunum í snjómokstur eftir fordæmalausa úrkomu á svæði sem sé venjulega snjólétt. Hún segir að gagnrýni á snjómoksturinn sé ómakleg.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en í gær var fjallað um gagnrýni á hendur Vegagerðinni fyrir að hafa ekki staðið sig hvað varðar snjómokstur síðustu daga.

Gagnrýna Vegagerðina – „Ekki boðlegt“

Fréttablaðið hefur eftir Bergþóru að svo mikið hafi snjóað nærri Vík í Mýrdal á skömmum tíma að um sögulegt magn af snjó sé að ræða. Þá hafi það einnig valdið miklum vanda að sumir ökumenn hafi hunsað lokanir.

„Við vorum með menn sem unnu nánast öll jólin, auk fjölda verktaka. Þeir fara af stað á jóladag og þá er allt kolófært. Þarna voru meðal annars tveir vegheflar og jarðýta, þeir voru rétt að opna þegar önnur lægð reið yfir með svipuðu úrkomumagni. Hefilstjórinn varð veðurtepptur og fékk gistingu á næsta bæ. Menn gera það ekkert að gamni sínu að leita gistingar hjá ókunnugum á jóladag,“ sagði Bergþóra.

Á annan dag jóla bættist síðan við vandann þegar margir ökumenn sniðgengu lokanir og þurftu Vegagerðin og björgunarsveitir að eyða miklum tíma í að draga fasta bíla og tafði þetta snjómokstur.

Bergþóra sagði að þetta kalli á endurmat, það þurfi að endurskoða aðkomu björgunarsveitanna. Vegagerðin sé þakklát fyrir aðstoðina en það sé komið að þolmörkum þess sem hægt er að bjóða sjálfboðaliðum upp á kvöld, nætur og helgidaga við að bjarga fólki úti á vegum landsins.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast