fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Engin alvöru hláka í kortunum en þokkalegar horfur um áramótin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 18:53

Ungir borgarar renna sér á sleða niður Arnarhól. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin hláka framundan en draga mun úr frosti um áramótin. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur rýndi í veðurkortin fyrir DV og segir hann meðal annars að nokkuð vel líti út með veðurfar með tilliti til loftmengunar á nýársnótt en hann slær þann varnagla að þær horfur geti breyst er nær dregur helginni.

„Það lítur út fyrir að það dragi úr frosti um áramótin, en það er engin alvöru hláka í þessu og ekki einu sinni víst að hitinn nái upp fyrir frostmark,“ segir Haraldur. Hann sér meiri snjókomu um allt land:

„Það bætir í snjó í öllum landshlutum, éljagangur verður fyrir norðan og austan flesta daga og sunnanlands snjóar líklega mest á gamlársdag.“

Hins vegar spáir Haraldur átakalitlu veðri eftir helgi: „Ekkert bendir til mikilla átaka í veðrinu fyrstu daga janúar. Hitinn verður líklega víðast hvar undir frostmarki og snjókoma eða él víða um land.“

Haraldur segir horfur þokkalegar um áramótin: „Það snjóar líklega um landið sunnan- og vestanvert á gamlársdag og það er tvísýnt að hvaða marki hann nær að létta til á gamlárskvöld. Það verður því að reikna með einhverjum éljagangi víða um land, þar á meðal á höfðuðborgarsvæðinu á nýjársnótt.“

Sem fyrr segir telur Haraldur að eins og útlitið er núna sé spáin fyrir nýársnótt hagstæð hvað varðar loftmengun eftir flugeldaskot landsmanna: „Það eru horfur á vestan eða norðvestan golu sem hreinsar loftið yfir Reykjavík frekar fljótt á nýársnótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“