fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Ísak tjáir sig um stöðuna upp á Skaga – „Ég er með sterkar skoðanir á þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, segir að uppeldisfélag sitt, ÍA, verði að setja sér skýra stefnu fyrir komandi ár.

ÍA féll úr efstu deild karla í sumar og hefur ekki náð að festa sig nógu vel í sessi á meðal þeirra bestu undanfarið.

„Ég er með sterkar skoðanir á þessu. Það þarf að setjast niður og skrifa stefnu ÍA. Það er til dæmis hægt að horfa til Nordsjælland, Bodo/Glimt eða Silkeborg,“ segir hinn 19 ára gamli Ísak í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

„ÍA þarf að fara á gervigras því leikmenn ÍA eru miklu betri á gervigresi. Breiðablik og Víkingur eru miklu framar en flest lið á Íslandi því þeir geta spilað sinn bolta á gervigrasi. ÍA þarf að finna sinn bolta og ekki falla frá honum þó liðið falli um deild.“

Það þarf að setja einbeitinguna á ungu leikmennina, segir Ísak.

„ÍA þarf að einbeita sér að því að vera best í unglingastarfinu, setja allt í það, búa til landsliðsmenn, spila skemmtilegan fótbolta og búa til gott umhverfi á Akranesi, sem er akkúrat núna ekki nógu gott til að verða betri.

Svo þarf að trúa á ungu strákana. Vinna með þeim, bjóða upp á morgunæfingar, vídeófundi og búa til sem best umhverfi fyrir þá. Þá kannski heyra strákarnir frá Reykjavík af því að það sé gott umhverfi upp á Skaga og hugsa að þeir geti farið þangað til að verða atvinnumenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona