fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Ísak tjáir sig um stöðuna upp á Skaga – „Ég er með sterkar skoðanir á þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, segir að uppeldisfélag sitt, ÍA, verði að setja sér skýra stefnu fyrir komandi ár.

ÍA féll úr efstu deild karla í sumar og hefur ekki náð að festa sig nógu vel í sessi á meðal þeirra bestu undanfarið.

„Ég er með sterkar skoðanir á þessu. Það þarf að setjast niður og skrifa stefnu ÍA. Það er til dæmis hægt að horfa til Nordsjælland, Bodo/Glimt eða Silkeborg,“ segir hinn 19 ára gamli Ísak í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

„ÍA þarf að fara á gervigras því leikmenn ÍA eru miklu betri á gervigresi. Breiðablik og Víkingur eru miklu framar en flest lið á Íslandi því þeir geta spilað sinn bolta á gervigrasi. ÍA þarf að finna sinn bolta og ekki falla frá honum þó liðið falli um deild.“

Það þarf að setja einbeitinguna á ungu leikmennina, segir Ísak.

„ÍA þarf að einbeita sér að því að vera best í unglingastarfinu, setja allt í það, búa til landsliðsmenn, spila skemmtilegan fótbolta og búa til gott umhverfi á Akranesi, sem er akkúrat núna ekki nógu gott til að verða betri.

Svo þarf að trúa á ungu strákana. Vinna með þeim, bjóða upp á morgunæfingar, vídeófundi og búa til sem best umhverfi fyrir þá. Þá kannski heyra strákarnir frá Reykjavík af því að það sé gott umhverfi upp á Skaga og hugsa að þeir geti farið þangað til að verða atvinnumenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi