fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Jörundur rýfur þögnina um skýrslu Grétars sem er á allra vörum – „Verða aðrir að svara fyrir það hvort það sé rétt­lætan­legt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, hefur tjáð sig um skýrslu Grétars Rafns Steinssonar sem hefur verið á allra vörum undanfarna daga.

Grétar starfaði fyrir KSÍ frá því í byrjun árs og fram á sumar. Undir lok tíðar sinnar í Laugardal skilaði hann inn skýrslu. Þar er margt mjög á­huga­vert að finna sem við kemur bæði aðildar­fé­lögum KSÍ sem og sam­bandinu sjálfu.

Fréttablaðið hefur undanfarið birt skýrsluna. „Við erum á­nægð með vinnu Grétars, hann kom til okkar í byrjun árs og var í rúmt hálft ár. Við erum gríðar­lega á­nægð með hans störf,“ segir Jörundur við Frétta­blaðið.

Jörundur er þó ekki sammála innihaldi skýrslunnar í einu og öllu. „Ég er sam­mála mjög mörgu. Þó er ekki allt sem ég get kvittað undir en flest það sem hann nefnir finnst mér vert að hugsa um.“ 

Eitt af því sem Grétar gagnrýnir í skýrslu sinni er að félög hér heima borgi leikmönnum sínum atvinnumannalaun í áhugamanna umhverfi.

„Okkur kemur það bara ekkert við. Fé­lögin sjá al­gjör­lega um sinn rekstur sjálf en ég fagna því að um­hverfið hér heima sé að verða nær því sem það er í Skandinavíu og þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Það er að segja þetta er meira farið að líkjast um­hverfi at­vinnu­manna­liða. Lið æfa mörg hver tvisvar sinnum á dag, það er verið að fara í eina til tvær æfinga­ferðir á ári og lið eru taka þátt í Evrópu­keppni svo dæmi sé tekið,“ segir Jörundur.

Hann segir jákvætt að leikmenn fái greitt fyrir sína vinnu. „Það er bara mjög já­kvætt. Ég get hins vegar ekki svarað fyrir þær upp­hæðir sem verið er að greiða leik­mönnum, ég bara veit ekki hvað er verið að greiða leik­mönnum fyrir þetta.

Hins vegar fagna ég því að það séu til peningar í í­þróttum á Ís­landi og sé ekkert nema já­kvætt við það. Svo verða aðrir að svara fyrir það hversu háar þessar upp­hæðir eru og hvort það sé rétt­lætan­legt að vera borga fólki mikla peninga fyrir að vera spila fót­bolta á Ís­landi.“

Grétar gagnrýnir einnig meðalaldur liða hér heima og segir hann of háan. Jörundur skilur það.

„Það er vonandi eitt­hvað sem fé­lögin skoða. Að ungir leik­menn fái tæki­færi til að þroskast og þróast og muni nýtast fé­lögunum, bæði sem fé­lags­menn, leik­menn og svo mögu­lega sem sölu­vara seinna meir. Þetta helst allt í hendur.“

Ítarlega er rætt við Jörund í Fréttablaðinu. Þar er farið yfir fleiri þætti skýrslunnar og viðbrögð Jörundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi