fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Gagnrýna Vegagerðina – „Ekki boðlegt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að færð hefur víða verið með versta móti og hefur það valdið tilheyrandi truflunum á samgöngum. Flug um Keflavíkurflugvöll lá meðal annars niðri um hríð þar sem Reykjanesbraut var ófær. Margir gagnrýna Vegagerðina og ferðum fyrir mörg hundruð milljónir hefur verið aflýst vegna þess sem sagt er vera slæleg frammistaða Vegagerðarinnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að nú sé kominn tími til að hugsa íslenskt vetrarsamfélag út frá þörfum ferðamanna en ekki bara þörfum landsmanna. Hann hvetur Vegagerðina til að bæta þjónustu sína, auka upplýsingagjöf til ferðamanna og setja meiri þunga í snjómokstur en nú er.

„Það er ekki boðlegt að Mosfellsheiðin sé ekki mokuð, þessi mikilvæga ferðamannaleið. Við höfum líka gantast með að það sé ansi hart ef það þarf að setja upp kúabú við Dettifoss til að veginum þar sé haldið opnum yfir vetrartímann,“ sagði Jóhannes.

Ingólfur Axelsson, hjá Tröllaferðum, sagði að veðrið á Suðurlandi sé ekki verra nú en 2019 þegar allt var opið. Staðan sé sú að Vegagerðin hafi hvorki þann mannskap né tæki sem þurfi til að halda vetrarferðamennsku gangandi. „Ég ætla bara að kasta Vegagerðinni í Reykjavík undir rútuna, yfirstjórn Vegagerðarinnar þarf einfaldlega að stýra því betur hvar mannskapurinn starfar,“ sagði hann.

Hann sagðist hafa aflýst ferðum fyrir 200 milljónir á síðustu dögum og sagðist hann telja að hætt sé við að orðspor landsins bíði hnekki á erlendum mörkuðum vegna þessara mála.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“