fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Moyes horfir til síns gamla félags í leit að styrkingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. desember 2022 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Moyes stjóri West Ham horfir til Aaron Wan-Bissaka hjá Manchester United í leit að styrkingu í vörn sína.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en Thilo Kehrer hefur ekki heillað í stöðu hægri bakvarðar hjá West Ham undanfarið og er talið að Moyes vilji nýjan mann.

Hinn 25 ára gamli Wan-Bissaka hefur verið á mála hjá United síðan 2019 en hann kom frá Crystal Palace fyrir hátt í 50 milljónir punda.

Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum og gæti farið. Samningur hans á Old Trafford rennur út eftir næstu leiktíð.

Það er talið að Palace væri til í að taka Wan-Bissaka aftur en bara fyrir brotabrot af því sem félagið seldi United hann á fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu