fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Kristófer var nálægt því að brenna fólk inni – Notaði brauðrist og viskastykki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. desember 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði á föstudaginn dóm yfir Kristófer Erni Sigurðarsyni, fyrir brennu, úr tveimur og hálfs árs fangelsi niður í tvö ár og þrjá mánuði.

Kristófer var sakfelldur fyrir að hafa kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri í nóvember árið 2019. Hann játaði verknaðinn í lögregluyfirheyrslu morguninn eftir brunann, sem var um nóttina. Kristófer, sem bjó á neðri hæð hússins, kveikti í með því að skilja brauðrist eftir í gangi og setja yfir hana viskastykki. Síðan gekk hann út úr húsinu.

Um hálftvöleytið um  nóttina var slökkvilið kallað á vettvang og þá voru allir íbúar efri hæðarinnar flúnir út úr húsi. Þeir höfðu orðið eldsins varir og hringt í slökkviliðið. Í texta héraðsdóms í málinu sagði meðal annars:

„Er ákærða gefin að sök brenna, „með því að hafa aðfararnótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019, í íbúðarhúsnæðinu […], þar sem ákærði bjó á jarðhæð, kveikt á brauðrist sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út úr húsnæðinu, en með athæfi sínu olli ákærði eldsvoða sem hafði í för með sér að íbúar á efri hæð húsnæðisins voru í bersýnilegum lífsháska og augljós hætta var á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út, en íbúi á efri hæð hússins varð eldsins var og gerði slökkviliði viðvart sem réð niðurlögum eldsins.“

Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hann hafði áður játað á sig glæpinn við lögreglu. Sekt hans var staðfest fyrir Landsrétti en refsingin lækkuð, sem fyrr segir. Dóma héraðsdóms og Landsréttar í málinu má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans