Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, fótbrotnaði á skíðum í fríi eftir Heimsmeistaramótið í Katar og verður ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta var tekið fyrir í þættinum.
„Ég hélt að svona væri í samningum leikmanna,“ segir Kristján Óli.
„Neuer er fyrirliði Bayern og þeir ætla sér að vinna Meistaradeildina. Þeir gera það ekki með Sven Ulreich í markinu.“
Hörður tók til máls. „Þetta er svo mikil heimska.
Þetta er dæmi um mann sem á það mikið af peningum að honum gæti ekki verið meira sama.“
Umræðan í heild er hér að neðan.