fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Jón segir að Lárus hafi orðið fórnarlamb múgæsingar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. desember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bók Lárusar Welding, sem var bankastjóri Glitnis fram að bankahruni, „Uppgjör bankamanns“, hefur vakið mikla athygli.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, fer nokkrum orðum um bókina og örlög Lárusar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Jón segir:

„Bók­in hef­ur að geyma frá­sögn höf­und­ar af ótrú­legri aðför sem hann mátti sæta fyr­ir það eitt að hafa setið í stóli banka­stjóra Glitn­is banka í 17 mánuði fyr­ir hrun, frá vor­mánuðum 2007 til októ­ber 2008.“

Jón segir að Lárus hafi aldrei brotið af sér og ekkert hafi gefið tilefni til þeirrar lögsóknar sem ráðist var í gegn honum. Segir Jón málið allt vera áfellisdóm yfir fyrirsvarsmönnum löggæslu í landinu:

„Það er dag­ljóst af öll­um at­vik­um að Lár­us braut aldrei af sér í störf­um sín­um sem gaf til­efni til lög­sókn­ar gegn hon­um. Hann varð hins veg­ar fórn­ar­lamb múgæs­ing­ar sem hand­haf­ar ákæru- og dómsvalds tóku þátt í og kyntu jafn­vel und­ir. Þeir virðast hafa haft þörf fyr­ir að gera al­menn­ingi til hæf­is og slá þá í leiðinni sjálfa sig til ridd­ara í aug­um þjóðar­inn­ar. Í þess­um til­gangi stóðu þeir fyr­ir of­sókn­um gegn mönn­um sem stjórnað höfðu bönk­un­um, þar með töld­um Lár­usi, án þess að hlut­læg at­hug­un á verk­um þess­ara manna lægi þar til grund­vall­ar.

Það hlýt­ur að telj­ast áfall fyr­ir þjóðina að sjá (efti­rá) hversu fjarri fyr­ir­svars­menn lög­gæslu í land­inu voru því að gegna meg­in­skyld­um sín­um, sem hljóta að fel­ast í því að meta mál af rétt­sýni og hlut­leysi eins og rétt­ar­skip­an okk­ar krefst.“

Heilsteyptur maður

Jón segist dást að Lárusi og segir hann vera heilsteyptan mann:

„Bók Lárus­ar lýs­ir afar heil­steypt­um manni sem tók þess­um of­sókn­um með ótrú­legu jafnaðargeði og sál­ar­styrk. Ég dá­ist að hon­um. Hann reif­ar ekki mál­in fyrr en aðför­inni að hon­um er lokið. Hann lýs­ir at­b­urðarás­inni og aðstoðinni sem verj­andi hans Óttar Páls­son lögmaður veitti hon­um all­an tím­ann. Svo er líka aðdá­un­ar­vert að kynn­ast sam­bandi Lárus­ar við eig­in­konu sína Ágústu Mar­gréti Ólafs­dótt­ur, sem stóð með hon­um eins og klett­ur í gegn­um þessa öm­ur­legu lífs­reynslu. Það er ekki ónýtt að eiga slík­an maka sem verður trúnaðar­vin­ur og sam­herji í þeim glím­um sem lífið út­hlut­ar manni.“

Jón óskar þess að handhafar refsivalds í landinu læri af sögu Lárusar og standi framvegis betur með hugmyndinni um réttarríki sem láti múgæsingu ekki hagga sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“