fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Meðvitundarlaus maður við biðskýli – Ágreiningur endaði með hrapi niður stiga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðnætti var tilkynnt um slys í Mosfellsbæ. Þar var komið að meðvitundarlausum manni við biðstöð Strætó. Virtist sem maðurinn hefði dottið aftur fyrir sig. Blæddi úr höfði hans. Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang var maðurinn kominn til meðvitundar. Hann var fluttur á bráðadeild.

Um miðnætti var tilkynnt um slys á veitingahúsi í Miðborginni. Þar hafði komið til ágreinings á milli manna sem endaði með að einn datt niður stiga og skarst á enni. Hann var fluttur á bráðadeild.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá honum gegn ökuleyfissviptingunni.

Í Árbæjarhverfi voru tveir menn handteknir í íbúð eftir að tilkynnt var um mikla fíkniefnalykt frá íbúðinni. Þeir eru grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Hald var lagt á ætluð fíkniefni.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um eld á svölum íbúðar í Árbæjarhverfi. Mikill reykur var á vettvangi. Íbúar náðu að slökkva eldinn en slökkvilið reykræsti. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru en mikið var af dósum á svölunum. Vitni heyrði mikinn hvell frá svölunum og sá síðan eldsloga. Lítið tjón hlaust af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast