fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Kjötreyking fór úr böndunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 06:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vinnuskúr og bifreið á Kjalarnesi. Slökkvilið slökkti eldinn. Talið er að hann hafi komið upp í reykofni sem var staðsettur í vélarlausri bifreið. Hafði eldurinn læst sig í timburkofa, sem var nærri bifreiðinni. Verið var að reykja kjöt þegar eldurinn kom upp.

Á ellefta tímanum voru karl og kona handtekin í Laugardalshverfi en þau eru grunuð um framleiðslu áfengis. Hald var lagt á ætlað áfengi sem fannst í bifreið þeirra. Hin handteknu voru látin laus að skýrslutöku lokinni.

Á þriðja tímanum í nótt var ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í Garðabæ. Hraði bifreiðar hans mældist 162 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þar var gömlum dúkkuvagni og fleiri verðmætum stolið.

Tveir ofurölvi menn voru handteknir í Breiðholti á áttunda tímanum. Þeir eru grunaðir um þjófnað á matvöru. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“