fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Óánægður með þjálfara sinn á HM sem íhugaði að senda hann heim – ,,Steinhissa að starfsmenn taki þátt í þessu“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 21:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giovanni Reyna, landsliðsmaður Bandaríkjanna, var ósáttur með ummæli Gregg Berhalter eftir að liðið féll úr keppni á HM.

Berhalter er landsliðsþjálfari Bandaríkjanna en hann gaf það út á mótinu að hann hafi íhugað að senda leikmann heim vegna hegðun sinnar á æfingasvæðinu.

Nú er búið að opinbera að sá leikmaður var Reyna en hann spilar með Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Reyna fékk slæmar fréttir áður en mótið fór af stað en þá tjáði Berhalter honum að hlutverk hans á mótinu yrði mjög takmarkað.

,,Stuttu fyrir HM þá sagði landsliðsþjálfarinn mér að ég yrði lítið notaður á HM. Ég var miður mín. Ég er einhver sem er fullur af stolti og ástríðu,“ sagði Reyna.

,,Fótbolti er mitt líf og ég trúi á eigin hæfileika. Ég bjóst algjörlega við því og vildi mikið spila með hæfileikaríkum hóp á HM þegar við reyndum að skapa okkur nafn.“

,,Ég er líka mjög tilfinningarík manneskja og veit að það getur komið niður á mér á æfingasvæðinu sérstaklega stuttu eftir að hafa heyrt af mínu hlutverki.“

,,Ég bað stjórann afsökunar sem og liðsfélaga mína og var tjáð að mér væri fyrirgefið. Ég gaf allt í verkefnið bæði innan sem utan vallar.:“

,,Ég er mjög vonsvikinn með að það sé ennþá talað um þetta og steinhissa á að starfsmenn landsliðsins taki þátt í því. Berhalter hefur alltaf haldið því fram að öll vandamál verði leyst innan hópsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn