fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp á Landspítalanum – Kona á sextugsaldri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. desember 2022 17:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á geðdeild Landspítalans. Hin ákærða er kona á sextugsaldri.

RÚV greinir frá.

Konan starfaði á geðdeild 33C á Landspítalanum. Er hún ákærð fyrir manndráp og brot í opinberu starfi.

Málið kom upp í ágústsmánuði árið 2021. Konan er grunuð um að hafa þvingað næringarvökva ofan í sjúkling, sem einnig var kona á sextugsaldri, með þeim afleiðingum að vökvinn barst í lungu sjúklingsins, sem kafnaði.

Samkvæmt frétt RÚV hefur rannsókn málsins verið umfangsmikil og hafa yfir 20 vitni verið yfirheyrð. Konan hefur ekki starfað á spítalanum síðan málið kom upp. RÚV hefur heimildir fyrir því að samstarfsfólk konunnar hafi lýst yfir áhyggjum af starfsháttum hennar og talið hugsanlegt að hún bæri ábyrgð á andláti sjúklingsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið