fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Gunnar á RÚV um fyrirhugaðar breytingar: „Eins og handboltamót þar sem þú byrjar á því að sigta út slöku liðin“

433
Sunnudaginn 11. desember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.

Þar var meðal annars fjallað um þann ósið sem gengur nú eins og faraldur um knattspyrnuheiminn þar sem tilhneigin í tengslum við stærstu knattspyrnumótin hefur verið að fjölga liðum.

Til að mynda á að fjölga liðum úr 32 upp í 48 lið á HM árið 2026 sem fer fram í Bandaríkjunum. Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar opnaði á umræðuna með því að spyrja hvort það væri ekki bara aðeins of mikið?

,,Því miður er það of mikið,“ svaraði Gunnar. ,,Við sjáum það bara á yfirstandandi HM að bilið á milli sterkustu og lökustu liðanna er of breitt. Auðvitað eiga sér stað svona óvænt úrslit eins og sigur Sádi-Arabíu á Argentínu en ég hugsa að ef sá leikur yrði spilaður hundrað sinnum, þá myndi Argentína vinna þann leik í 97% tilvika.“

video
play-sharp-fill

Um sé að ræða þróun til hins verra.

,,En allt er breytingum háð og það má alveg láta reyna á þetta en einu áhyggjurnar sem ég hef af þessu móti er að þetta verði of mikið eins og handboltamót þar sem þú byrjar á því að sigta út slöku liðin, svo byrjar mótið.“

Sú sé ekki raunin á yfirstandandi HM.

,,Frá fyrsta leik skiptir allt máli. Leikirnir í þriðju umferð riðlakeppninnar sem við sáum á þessu heimsmeistaramóti, við munum aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“

Hörður Snævar tók þá við boltanum og sagði leiðinlegt að horfa upp á það í hvaða átt málin væru að þróast.

,,FIFA vill bara meiri peninga, það er bara verið að búa til meiri peninga með því að stækka allt. Við sjáum þetta líka hjá UEFA í tengslum við Meistaradeild Evrópu sem, með hverju árinu sem líður, verður bara leiðinlegri og leiðinlegri fram að jólum.

Ég er fótboltafíkill en er að mörgu leiti dottinn út úr því að nenna setjast fyrir framan sjónvarpið öll þriðju- og miðvikudagskvöld því um 90% leikjanna eru bara leiðinlegir.“

Þá sé Evrópumót karla í fótbolta orðið hundleiðinlegt framan af með fjölgun liða.

,,Það er svo mikið af slöppum liðum þarna inni. Við sáum Dani komast upp úr sínum riðli á síðasta móti með því að vinna einn leik, þrjú stig, vegna þess að liðið var til að mynda með Finnlandi og Rússlandi í riðli.

Heimsmeistaramótið er fullkomið með 32 lið en Evrópumótið á bara að vera með eins og það var.“

Á endanum hætti það að vera teljanlegt afrek að komast inn á stórmót.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
Hide picture