fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Tíu ára gamalt straff á bóndabýli dregur dilk á eftir sér – Bjarni Bærings þarf að borga átta milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 13:45

Mynd Fréttablaðsins frá Brúarreykjum árið 2012.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bærings Bjarnason, ábúandi að Brúarreykjum á Vesturlandi, hefur verið dæmdur til að greiða rekstrarfélagi sem er að hálfu leyti í eigu fyrrverandi sambýliskonu hans, Bryndísar Ósk Haraldsdóttur, átta milljónir króna, samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 7. desember.

Málið á sér forsögu áratug aftur í tímann. Síðla árs árið 2012 gerði MAST athugasemdir við aðbúnað dýra á býlinu og snemma árs 2013 var býlir svipt réttindum til að dreifa matvælum, þar á meðal mjólk. Meginástæður fyrir straffinu voru ólögleg notkun á dýralyfjum og léleg aðstaða dýranna. Einnig var Bjarni sakaður um að koma í veg fyrir að MAST gæti sinnt eftirlitsskyldu sinni almennilega.

Árið 2011 slitu Bjarni og Bryndís Ósk Haraldsdóttir sambúð sinni og hún flutti burtu af jörðinni. Eftir fjárskipti þeirra var hún áfram helmingseigandi í rekstrarfélagi býlisins, einkahlutafélaginu Brúarreykir ehf. Árið 2018 úrskurðaði Héraðsdómur Vesturlands að Bjarni væri skaðabótaskyldur gagnvart hlutafélaginu.

Á þessu byggði Bryndís málshöfðun sína auk 138. greinar laga um einkahlutafélög, en þar segir:

„Stofnendur, stjórnarmenn, framkvæmdastjórar, endurskoðendur og skoðunarmenn einkahlutafélags, svo og rannsóknarmenn, eru skyldir að bæta félaginu það tjón er þeir hafa valdið því í störfum sínum hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gildir þegar hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum laga þessara eða samþykktum félags.
Hluthafi er skyldur til að bæta tjón sem hann af ásetningi eða stórfelldu gáleysi hefur valdið félaginu, öðrum hluthöfum eða þriðja aðila með broti á lögum þessum eða samþykktum félagsins.“

Bryndís krafðist rúmlega 141 milljónar króna í skaðabætur úr hendi Bjarna til handa hlutafélaginu, fyrir það tjón sem sölubannið á búinu olli.

Niðurstaða dómsins var að dæma hann til að greiða 8 milljónir í skaðabætur.

Þrátt fyrir einfalda megindrætti er málið flókið og með ýmsum álitaefnum. Dómurinn er 44 blaðsíður en hann má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“