fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 05:19

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar reyndi maður að yfirgefa verslun án þess að greiða fyrir vörur sem hann hafði meðferðis. Þegar starfsmaður reyndi að stöðva hann gerði hann sér lítið fyrir og hrækti í andlit afgreiðslumannsins og hljóp út. Annar starfsmaður elti þjófinn þar til lögreglan handtók hann. Hann var fluttur á lögreglustöð og var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Á sjötta tímanum var ung kona stöðvuð þegar hún fór út úr verslun með ýmsar vörur án þess að greiða fyrir. Er hún sögð hafa gert þetta áður.

Tvær bifreiðar lentu út af Þingvallavegi í kringum miðnætti. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í öðru óhappinu. Mikil hálka var á þessum slóðum.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi og einn fyrir að vera ekki með gild ökuréttindi.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt á stigagangi fjölbýlishúss í gærkvöldi. Þar voru höfð afskipti af konu og hald lagt á ætluð fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum