fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 10:00

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál gegn tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa í félagi staðið að innflutningi á tæplega 1,7 kg af kókaíni hingað til lands frá Finnlandi. Atvikið átti sér stað þann 29. september síðastliðinn. Mennirnir voru með efnin falin í pakkningum innvortis. Pakkningarnar voru samtals 152.

Söluverðmæti efnanna er á bilinu 30 til 40 milljónir króna.

Annar maðurinn býr í Breiðholtinu og er fæddur árið 2002. Hann ber erlent nafn. Hinn maðurinn er lettneskur ríkisborgarri og er aðeins 18 ára gamall, fæddur árið 2004.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Réttað verður í málinu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“