fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Vinátta vinnufélaga breyttist í martröð – Eltihrelldi konuna í gegnum bland.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. desember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm og verið dæmdur til að greiða 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa ofsótt konu sem hann taldi skulda sér kynlíf.

Maðurinn hafði í hótunum við konuna í gegnum vefsíðuna bland.is og einnig með tölvupóstum og textaskilaboðum.

Forsagan er sú að konan og maðurinn voru vinnufélagar og tókst vinskapur með þeim. Samskiptin þróuðust út í daður sem konunni fór að þykja óþægilegt, sérstaklega eftir að hún komst að því að maðurinn ætti eiginkonu og börn. Sleit hún samskiptum við manninn vorið 2020.

Um ári síðar hóf maðurinn að ofsækja konuna. Vildi hann fá hana til að bæta fyrir meint svik sem voru á þá leið að hún hefði lofað honum kynlífi en ekki staðið við það. Í sumum skilaboðunum hét maðurinn því að láta konuna í friði ef hún uppfyllti meint loforð og hefði mök við hann.

Konan kærði manninn fyrir ofsóknirnar til lögreglunnar á Suðurnesjum haustið 2021. Óskaði hún eftir nálgunarbanni á hann. Úr varð að maðurinn samþykkti að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekkert samband við konuna í 12 mánuði. Aðeins tíu dögum eftir undirritun yfirlýsingarinnar setti maðurinn sig hins vegar í samband við konuna aftur.

Sem fyrr segir taldi maðurinn konuna hafa lofað sér kynlífi og skrifaði hann m.a. í einum tölvupósti til hennar:

„Þetta var alveg harð lofað og harð ákveðið og útilokað að skifta bara um skoðun þetta voru fullkomin svik.“

Í öðrum tölvupóstum sagði hann m.a. að konan ætti eftir að sjá eftir því að hafa svikið hann.

Það var mat dómara í málinu að skilaboð mannsins til konunnar hafi verið til þess fallin að valda henni kvíða og hræðslu og þau hafi jafnframt brotið gegn friðhelgi hennar.

Var maðurinn dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“