fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að blóðþynningarlyf, sem hefur verið gefið mörgum COVID-19 sjúklingum sem hugsanlega lífsbjargandi lyf, virkar ekki og getur valdið miklum blæðingum.

Sky News segir að niðurstaðan hafi orðið til þess að læknar hafi verið hvattir til að hætta að ráðleggja fólki að taka Apixban blóðþynningarlyfið því það komi ekki í veg fyrir að það deyi eða endi aftur á sjúkrahúsi. Auk þess getur það haft alvarlegar aukaverkanir.

Segavarnarlyfið hefur verið gefið sjúklingum við útskrift af sjúkrahúsi eftir miðlungsalvarlegt COVID-19 eða alvarlegt. Bresk sjúkrahús hafa notað það mikið.

Nýja rannsóknin, var fjármögnuð af breskum stjórnvöldum.

Sky News hefur eftir Charlotte Summers, prófessor og aðalhöfundi rannsóknarinnar, að niðurstöðurnar sýni að blóðþynningarlyfið, sem var talið gagnast sjúklingum eftir sjúkrahúsinnlögn, komi ekki í veg fyrir að fólk deyi eða þurfi að leggjast inn á sjúkrahús á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 3 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur