fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Leita að raðmorðingja í Róm – Þrjú morð á skömmum tíma

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. nóvember 2022 16:47

Lögreglumaður að störfum í Róm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni í Róm grunar að mögulega gangi raðmorðingi laus í ítölsku höfuðborginni. Með skömmu millibili hafa lík þriggja kvenna fundist í tveimur íbúðum í Prati-hverfi borgarinnar. The Guardian greinir frá.

Allar eiga konurnar það sameiginlegt að hafa starfað sem vændiskonur en lík tveggja kínverskra kvenna, sem voru á fimmtudagsaldri, fundust látnar í íbúð við Augusto Riboty-götu í vikunni. Þær höfðu báðar verið stungnar til bana.

Áður hafði hin kólumbíska Marta Castano Torres, sem var á sjötugsaldri, fundist látin í kjallaraíbúð við nærliggjandi götu. Torres starfaði einnig sem vændiskona og var sömuleiðis stungin til bana.

Um er að ræða fínt hverfi í höfuðborginni en þar hefur færst í aukana að skipulögð glæpasamtök geri út einstaklinga í kynlífsvinnu í fínum íbúðum.

Í ljósi þess að áverkar á líkunum voru sambærilegir þá útiloka lögregluyfirvöld ekki þá kenningu að sami einstaklingurinn beri ábyrgð á dauða kvennanna.

Morðin hafa hrundið af stað ákalli um að vændi verði lögleitt á Ítalíu til þess að tryggja betur öryggi fólks sem starfar í geiranum. Leyfilegt er að selja vændi á götum úti í landinu en skipulagt vændi sem og vændishús eru ólögleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi