fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fréttatilkynning frá Íslandsdeild Amnesty International – Þitt nafn bjargar lífi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 09:00

Nassima al-Sada

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þitt nafn bjargar lífi er stærsta mannréttindaherferð í heimi. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2001 í þágu þolenda mannréttindabrota. Herferðin hefur vaxið með árunum og fer nú fram í rúmlega 200 löndum. Í ár verður herferðinni á Íslandi formlega hleypt af stokkunum þann 17. nóvember.
Með hverju árinu sem líður stækkar sá hópur einstaklinga sem tekur þátt í mannréttindabaráttunni. Á síðasta ári voru 4,5 milljónir bréfa og undirskrifta send til stjórnvalda víða um heim sem fótumtroða mannréttindi, ásamt stuðningskveðjum til þolenda og fjölskyldna þeirra. Stór hópur Íslendinga hefur lagt herferðinni lið síðustu ár en rúmlega 70 þúsund undirskriftir á bréf til stjórnvalda voru sendar héðan árið 2021.
Það er kannski erfitt að trúa því að jafn einföld aðgerð og að setja nafn sitt á bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi skili árangri en það gerir hún svo sannarlega. Undirskriftir fólks um heim allan hafa skipt sköpum í lífi allra þeirra einstaklinga sem barist hefur verið fyrir í herferðinni. Þegar milljónir undirskrifta og ákalla berast stjórnvöldum á skömmum tíma er erfitt að líta undan. Hér má nefna nokkur dæmi um hvernig þitt nafn hefur bjargað lífi á síðustu árum.

Bernardo Caal Xol er umhverfisverndarsinni frá Gvatemala. Hann var dæmdur í rúm sjö ár í fangelsi árið 2018 vegna baráttu sinnar fyrir landsvæði frumbyggjasamfélagsins sem hann tilheyrir. Um hálf milljón einstaklinga kallaði eftir lausn hans í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi árið 2021 og í mars 2022 var Bernardo loks leystur úr haldi. Í þakkarmyndbandi lét Bernardo eftirfarandi orð falla: „Í fjögur ár og tvo mánuði var ég fastur í martröð fangelsis. Fjögur ár og tveir mánuðir af sársauka, áhyggjum og óvissu. En þið í Amnesty International gáfuð mér von um frelsi og nú er ég frjáls.“

Magai Matoip Ngong var aðeins 15 ára þegar hann var dæmdur til dauða í Suður-Súdan í nóvember 2017. Rúmlega 700 þúsund einstaklingar gripu til aðgerða til stuðnings máli Magai í herferðinni árið 2019. Innan árs var dauðadómur yfir honum felldur úr gildi og í mars 2022 var Magai leystur úr haldi. Hann þakkaði öllu stuðningsfólki sínu með þessum orðum: „Þetta eru einstaklingar sem bjarga lífi. Þetta fólk gerði mér kleift að vera hér í dag. Ég er nokkuð viss um að það hefur ekki aðeins bjargað mínu lífi heldur lífi fólks um allan heim.

Nassima al-Sada, baráttukona fyrir kvenréttindi í Sádi-Arabíu, var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Í fangelsinu var hún barin af fangelsisvörðum og fékk engar heimsóknir, ekki einu sinni frá lögfræðingi sínum. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá tæplega 778 þúsund einstaklingum víðs vegar um heiminn í Þitt nafn bjargar lífi árið 2020.

Þessi dæmi sýna  samtakamátt herferðarinnar. Nú þurfa fleiri hjálpar við. Þitt nafn bjargar lífi í ár tekur fyrir tíu mál 13 einstaklinga sem hafa sætt mannréttindabrotum í tengslum við mótmæli þar sem sífellt færist í aukana að ríki heims grípi til harðra aðgerða til að takmarka þennan mikilvæga rétt til að þagga niður í gagnrýnisröddum. Í löndum eins og  Rússlandi, Bangladess, Frakklandi, Kamerún, Íran og á Kúbu hafa stjórnvöld innleitt lög sem takmarka réttinn til að mótmæla, beitt ýmis konar refsingum, fjöldahandtökum að geðþótta og óhóflegri valdbeitingu gegn mótmælendum.

Eitt málanna í Þitt nafn bjargar lífi í ár er mál Aleksöndru Skochilenko frá Rússlandi. Hún mótmælti innrás Rússlands í Úkraínu með því að skipta út verðmiðum í stórmarkaði með upplýsingum um innrásina. Lögregla handtók hana í apríl 2022 og hefur Aleksandra verið í haldi síðan þá við hræðilegar aðstæður. Hún stendur frammi fyrir tíu ára fangelsi verði hún fundin sek um „opinbera miðlun rangra upplýsinga um beitingu herafla Rússlands”. Annað sláandi mál varðar morð lögreglu á áttatíu ára gamalli konu, Zineb Redouane frá Frakklandi. Í desember 2018 hafði fjöldi fólks safnast saman á götum úti til að mótmæla bágbornu húsnæðisástandi í Marseille. Zineb ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar lögreglumaður varpaði táragassprengju í áttina að henni og hæfði hana í andlitið. Hún lést skömmu síðar. Enn hefur enginn verið ákærður.

Unnt er að grípa til aðgerða vegna þessara mála og átta annarra á www.amnesty.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Vesturbænum

Vopnað rán í Vesturbænum
Fréttir
Í gær

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala