fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ekið á gangandi vegfaranda í Kópavogi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 06:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Kópavogi. Um fertugan karlmann er að ræða. Hann hlaut áverka á höfði og mjöðm og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Í Árbæjarhverfi var ofurölvi maður handtekinn á níunda tímanum. Hann svaf ölvunarsvefni utandyra og var með áverka í andliti. Sjúkraflutningsmenn könnuðu ástand mannsins og síðan var hann vistaður í fangageymslu.

Klukkan 21 var tilkynnt um ofurölvi mann sem var til vandræða á bensínstöð í Árbæjarhverfi. Hann hafði öskrað og slegið í afgreiðsluborðið með þeim afleiðingum að það brotnaði upp úr því. Maðurinn fór síðan af vettvangi  en sneri aftur skömmu fyrir miðnætti og veittist að starfsmanni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við leit á honum fundust munir sem eru taldir vera þýfi.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi.

Ofurölvi maður var handtekinn á veitingastað í Hlíðahverfi á áttunda tímanum. Hann gat ekki greitt fyrir veitingar sem hann hafði fengið og svaf ölvunarsvefni þegar lögreglan kom á vettvang. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi. 3.000 krónum var stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“