fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Katrín Ásbjörns gengin í raðir Breiðabliks

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ásbjörnsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks og mun spila með liðinu á næsta keppnistímabili.

Katrín skrifar undir tveggja ára samning við Blika en hún kemur til félagsins eftir eitt ár hjá Stjörnunni.

Katrín er fædd árið 1992 og á að baki 19 landsleiki fyrir Ísland en hún hefur einnig leikið með KR og Þór/KA hér heima.

Af heimasíðu Blika:

Breiðablik og Stjarnan hafa gert með sér samkomulagi þess efnis að sóknarmaðurinn ölfugi Katrín Ásbjörnsdóttir gangi til liðs við Breiðablik. Í kjölfarið hefur Katrín skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Katrín hefur verið áberandi í efstu deild frá því hún steig á sviðið með KR sumarið 2009. Hún er búin að vera með betri sóknarmönnum deildarinnar og hefur skorað 125 mörk í 282 mótsleikjum. Auk KR hefur Katrín leikið með Þór/KA og Stjörnunni á sínum ferli og hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari. Árið 2015 lék hún með Klepp í norsku úrvalsdeildinni.

Katrín á að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fjölda yngri landsleikja. Hún var á meðal bestu leikmanna deildarinnar á síðastliðnu tímabili og var næst markahæst eftir að hafa skorað 9 mörk í 16 leikjum með Stjörnunni

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Breiðablik að fá til liðs við sig jafn reynslumikinn og góðan leikmann og Katrín er. Við bjóðum Katrínu hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna og hlökkum til að sjá hana á vellinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad