fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Marsch horfir til samlanda síns en fær samkeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds United er í leit að framherja og gæti horft vestur um haf í þeirri leit sinni.

Félagið er talið hafa áhuga á Sebastian Driussi, sem raðaði inn mörkum fyrir Austin FC í MLS-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Bandaríkjunum.

Hinn 26 ára gamli Driussi gerði sér lítið fyrir og skoraði 25 mörk í 38 leikjum með Austin á leiktíðinni.

Jesse Marsch, stjóri Leeds, vill bæta við sig sóknarmanni til að keppa við menn á borð við Rodrigo og Patrick Bamford.

Leeds er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Driussi, sem hefur heillað með markaskorun sinni. Tvö önnur félög í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga á kappanum.

Marsch er bandarískur, sem gæti gefið Leeds forskot í kapphlaupinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum