fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fertug kona sakfelld fyrir tvær líkamsárásir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. október 2022 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fædd árið 1982 hefur verið sakfelld fyrir tvær líkamsárásir. Dómur yfir henni var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október.

Í báðum tilvikum var um að ræða ruddalegar árásir á starfsfólk ótilgreindra vinnustaða.

Fyrri árásin var á ótilteknum stað í Reykjavík, innandyra, þar sem konan var sökuð um að hafa slegið starfsmann með krepptum hnefa vinstra megin í andlitið með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut bólgu fyrir miðri kinn og niður á kjálkabarð og mar í andliti vinstra megin. Gerðist þetta þann 8. febrúar árið 2021.

Hitt atvikið átti sér stað þann 20. febrúar 2021, einnig innandyra á ótilteknum stað. Konan er sögð hafa veist með ofbeldi að kvenkynsstarfsmanni, tekið konuna kverkataki, klórað hana á hálsi og rifið af henni hálsmen, allt með þeim afleiðingum að konan hlaut roðafláka og yfirborðsáverka á hálsi.

Konan játaði brot sín skýlaust. Hún hefur áður gerst brotleg við lög, framið meðal annars fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásir beindust að lífi og heilsu brotaþola sem voru að sinna starfi sínu þegar atvikin gerðust.

Konan fékk engu að síður mjög vægan dóm, 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún þarf að greiða um 400 þúsund krónur málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast