fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Fertug kona sakfelld fyrir tvær líkamsárásir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. október 2022 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fædd árið 1982 hefur verið sakfelld fyrir tvær líkamsárásir. Dómur yfir henni var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október.

Í báðum tilvikum var um að ræða ruddalegar árásir á starfsfólk ótilgreindra vinnustaða.

Fyrri árásin var á ótilteknum stað í Reykjavík, innandyra, þar sem konan var sökuð um að hafa slegið starfsmann með krepptum hnefa vinstra megin í andlitið með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut bólgu fyrir miðri kinn og niður á kjálkabarð og mar í andliti vinstra megin. Gerðist þetta þann 8. febrúar árið 2021.

Hitt atvikið átti sér stað þann 20. febrúar 2021, einnig innandyra á ótilteknum stað. Konan er sögð hafa veist með ofbeldi að kvenkynsstarfsmanni, tekið konuna kverkataki, klórað hana á hálsi og rifið af henni hálsmen, allt með þeim afleiðingum að konan hlaut roðafláka og yfirborðsáverka á hálsi.

Konan játaði brot sín skýlaust. Hún hefur áður gerst brotleg við lög, framið meðal annars fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásir beindust að lífi og heilsu brotaþola sem voru að sinna starfi sínu þegar atvikin gerðust.

Konan fékk engu að síður mjög vægan dóm, 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún þarf að greiða um 400 þúsund krónur málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Oscars ákærður

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“