fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Einkenni COVID-19 eru að breytast

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 smitum fer nú fjölgandi víða um heim og svo virðist sem sjúkdómseinkennin séu að breytast.  Hálsbólga, hiti og missir bragð- og lyktarskyns virðast nú vera síður algeng einkenni en áður og þá sérstaklega hjá þeim sem eru bólusettir gegn veirunni.

Mirror segir að sérfræðingar segi að fólk eig nú að vera á varðbergi ef höfuðverkur og nefrennsli gera vart við sig.

Áður var hálsbólga eitt algengasta einkenni smits en eftir því sem veiran hefur stökkbreyst hafa breytingar orðið þar á.

Mirror segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýjustu tölum frá Zoe Health Study, sem er rannsókn, sem er stöðugt í gangi, þar sem fólk skráir sjúkdómseinkenni sín sjálft, þá séu höfuðverkur og nefrennsli nú algengustu einkennin.

Hnerri er einnig orðin algengari en áður miðað við hósta en þeir sem eru óbólusettir eru nú líklegri til að fá hálsbólgu en þeir sem eru bólusettir.

Einnig hefur dregið úr því að fólk missi bragð- og lyktarskyn.

Þessa dagana eru þetta fimm helstu einkenni COVID-19 smits í Bretlandi:

Nefrennsli

Höfuðverkur

Hnerri

Hálsbólga

Stöðugur hósti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Í gær

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir