fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fókus

Edda og Gunnar opna sig um hápunkt ferils þeirra beggja: „Ég var bara hræddur“

Fókus
Miðvikudaginn 19. október 2022 12:16

Gunnar, Óttar og Edda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta þætti nýrrar Útkallsseríu sem hefst á Hringbraut í kvöld ræðir Óttar Sveinsson við Eddu Andrésdóttur, sjónvarps- og fjölmiðlakonu, og Gunnar Andrésson ljósmyndara um þann atburð sem þau nefna bæði hápunkt hálfrar aldar fréttamannaferils þeirra – eldgosið á Heimaey.

Edda og Gunnar opna sig um óttann, óvissuna, vikurfallið, eldsvoðana, hraunflæðið og þá einstöku upplifun að vera að fara til Heimaeyjar á meðan um 5 þúsund manns eru að flýja upp á land með fiskibátum og flugvélum.

„Maður var komin þarna inn í aðstæður sem voru algjörlega einstæðar, engu líkar. Við þekktum eldgos en ekkert þessu líkt,“ segir Edda í þætti kvöldsins en hún flaug til Eyja fyrstu gosnóttina og var blaðamaður Vísis. „Ég var bara hræddur – hvað var ég að gera þarna þegar allir voru að yfirgefa eyna?“ segir Gunnar.

Hluti af þjóðarsálinni

Óttar ákvað að slá til í byrjun árs þegar honum var boðið að gera sjónvarpsseríu á Hringbraut. Fimmtán þættir hafa verið sýndir til þessa á árinu. „Ég er að tala við söguhetjurnar úr bókunum mínum. Fólkið í landinu, slys og bjarganir – þjóðina sem er í stöðugri baráttu við náttúruöflin. Ég ræði líka við fólk tengdum atburðunum í bókunum eins og Eddu og Gunnar í þættinum í kvöld sem er fyrri þátturinn af tveimur.“

Óttar Sveinsson hefur gefið út 29 Útkallsbækur. Mynd/Sigtryggur Ari

Útkallsbækur Óttars eru orðnar 29 – hann hefur gefið út eina bók á hverju ári frá árinu 1994. Allar hafa þær verið í efstu sætum metsölulistanna. „Jú, það má kannski segja að bækurnar séu orðnar hluti af þjóðarsálinni – fólk segir gjarnan við mig að það fái Útkallsbók í jólagjöf á hverju ári eða það þekki einhvern sem er í þeirri stöðu. Mér þykir mjög vænt um hvað efnið hefur haft sterka skírskotun til fólksins í landinu.“

Upplifði kafbátaárás og tvö flugslys

Ný Útkallsbók kemur úr prentun í næstu viku og heitir „Útkall – SOS, erum á lífi!“ Hún er helguð minningu Dagfinns Stefánssonar flugmanns (f. 1925 – d. 2019) sem upplifði það þegar kafbátur sökkti Goðafossi við bæjardyr Reykjavíkur árið 1944 en Stefán, faðir hans, bjargaðist þá naumlega. Hann lenti svo sjálfur í því þegar Geysir – besta farþegaflugvél Íslendinga á þeim tíma – brotlenti á Vatnajökli. Ekkert spurðist þá til Dagfinns og fimm félaga hans í fimm daga. Fólkið var í raun talið af og minningargreinar höfðu verið skrifaðar þegar neyðarkall barst: TF-RVC (Geysir) All alive, position unknown. Áhöfn Geysis vissi ekki hvar hún var.

Dagfinnur upplifði svo fjórða stærsta flugslys sögunnar árið 1978 þegar Loftleiðavélin Leifur Eiríksson fórst á Sri Lanka – Dagfinnur var að fara að taka við vélinni og átti þá sína erfiðustu daga í lífinu. 183 fórust, þar af 8 Íslendingar.

Útkall hefst klukkan 19.30 á Hringbraut í kvöld og er þátturinn endursýndur klukkan 21.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 1 viku

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty