fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Köstuðu tómatsúpu yfir Sólblóm Van Gogh

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. október 2022 11:41

Mynd/Just Stop Oil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistar á vegum Just Stop Oil gengu inn í National Gallery safnið í London klukkan 11 í morgun, vopnuð tómatssúpu frá Heinz. Um er að ræða tvær konur sem klæddust báðar stuttermabolum merktum Just Stop Oil. Þegar inn á safnið var komið gengu þær að einu af merkustu málverkunum sem finna má á safninu, sólblómunum sem Vincent Van Gogh málaði. Þær námu staðar við meistaraverkið og köstuðu svo tómatsúpu yfir það.

„Hvort skiptir meira máli? List eða líf?“ öskraði svo önnur konan, hin 21 ára gamla Phoebe Plummer. „Hefurðu meiri áhyggjur af öryggi málverks? Eða öryggi plánetunnar okkar og fólksins?“ sagði hún svo. Þá bætti hún því við að olía væri orðin of dýr og að „milljónir fjölskyldna“ hafi ekki efni á því að hita dósasúpu.

Fólk á svæðinu tók andköf er þær köstuðu súpunni á verkið og kallað var á öryggisverði. Öllum þeim safngestum sem voru í herberginu var fylgt út af öryggisvörðum og í kjölfarið var herverginu lokað. Lögreglan hefur nú þegar handtekið konurnar tvær. „Lögreglumenn voru fljótir á vettvang í National Gallery í morgun,“ segir í færslu sem lögreglan birti á Twitter-síðu sinni.

Í yfirlýsingu sem National Gallery birti á Twitter-síðu sinni kemur fram að málverkið sjálft sé ekki skemmt. Þó séu minniháttar skemmdir á rammanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“