fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Ýjar að því að ætla að hætta að skaffa Úkraínu nettengingu eftir að sendiherra sagði honum að fokka sér

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. október 2022 10:06

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Elon Musk, auðkýfingur, hefur ýjað að því að hann ætli ekki lengur að leggja Úkraínumönnum til Internettengingu í gengum Starlink gervihnöttinn, að minnsta kosti ekki ókeypis og hefur hann beðið bandaríska varnarmálaráðuneytið að taka við keflinu.

Hann gaf þetta til kynna á Twitter eftir að úkraínskur sendiherra var dónalegur við hann og sagði honum að „fokka sér“ en Musk sagðist aðeins þá vera að fylgja eftir ráðleggingum sendiherrans.

Þetta kemur í beinu framhaldi af harðri gagnrýni Úkraínumanna á Musk fyrir umdeilda tillögu sem hann lagði fram á Twitter um möguleikana á friði, en í tillögu hans fólst að Úkraínumenn ættu að fallast á kröfur Rússa um að gefa eftir mikið landsvæði, þar á meðal Krímskagann sem Rússland innlimaði árið 2014.

Starlink hefur reynst Úkraínuher gífurlega mikilvægur. CNN greinir frá því að SpaceX, fyrirtæki Musk sem sér um Starlink, hafi formlega óskað eftir því að bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, að byrja að greiða fyrir notkun Úkraínu á Starlink sem gætu kostað allt tugi milljóna Bandaríkjadala fyrir hvern mánuð.

„Við erum ekki í stöðu til að gefa fleiri aðgangsþjóna til Úkraínu eða til að kosta til þá þjóna sem þegar hefur verið komið upp til ótilgreinds tíma,“ á Musk að hafa sagt við Pentagon.

SpaceX horfir fram á erfiða ákvörðun hér. Ég held að þau hafi ekki bolmagnið til að kosta til frekari aðgangsþjóna eða þjónustu sem hersforinginn Zaluzhniy hefur óskað eftir,“ sagði ráðgjafi.

Hins vegar má deila hvort að ákvörðun Musk að hætta að kosta til Starlink-kerfið í Úkraínu hafi nokkuð að gera með þá gagnrýni sem yfir hann hefur rignt undanfarna daga. CNN greinir frá því að Musk hafi leitað til Pentagon í síðasta mánuði.

Hins vegar hefur Úkraínuher greint frá miklum vandræðum með nettenginguna á vissum svæðum, þá einkum á svæðum sem Rússar hafa hernumið eða innlimað. Þetta hafi gífurlega alvarlega afleiðingar en netið sé notað sem samskiptamáti innan hersins.

Úkraínumaðurinn Dimko Zhluktenko hefur birt athugasemdir við yfirlýsingar Musk um hvað Starlink kosti og bent þar á að Úkraínumenn hafi sjálfir borgað fyrir hverja og eina tengingu alveg eins og aðrir Evrópubúar gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“