fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Elon Musk sagður hafa rætt við Pútín áður en hann birti tíst

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. október 2022 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, einn ríkasti maður heims, er sagður hafa rætt beint við forseta Rússlands, Vladimir Putin áður en hann birti tíst þar sem hann viðraði tillögur að því hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu, en í þeim tillögum fólst að Úkraína myndi endanlega gefa eftir viss landsvæði til Rússlands. Frá þessu greinir Vice.

Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Ian Brummer er sagður hafa sent á áskrifendur ráðgjafafyrirtækis síns, Eurasia Group, skilaboð þar sem hann greinir frá því að Musk hafi sagt honum að Pútín væri „tilbúinn í samningaviðræður“ en bara ef Krímskaginn yrði gefinn eftir til Rússlands, ef Úkraína féllist á varanlegt hlutleysi og að Úkraína viðurkenndi innlimum héraðanna LuhanskDonetskKherson og Zaporizhzhia.

Bremmur mun hafa greint svo frá að Musk hafi sagt honum að þessum markmiðum ætlaði Rússland sér að má alveg sama hvað, jafnvel þó grípa þyrfti til kjarnorkuvopna ef Úkraínumenn ráðast gegn Krímskaganum sem var innlimaður árið 2014.

Musk mun hafa sagt að „grípa þyrfti til allra ráðstafanna til að koma í veg fyrir þann raunveruleika.“

Bremmer segir Mush hafa sagt að hann hafi neitað beiðnum Úkraínu um að virkja Starlink á Krímskaganum, en her Úkraínu hefur þar rekið sig á erfiðleika með nettengingar í gagnsókn sinni þar.

Segja má að viðbrögð Úkraínu við tillögum Musk hafi ekki verið góð, en einn diplómati sagði honum að hoppa upp í rassgatið á sér á meðan forseti Úkraínu Volodymír Zelenskí birti könnun á sínu Twitter þar sem hann spurði hvort fólki líkaði betur við þann Elon Musk sem studdi við Úkraínu eða þann sem nú hefur komið fram og styður við Rússland.

Musk svaraði Zelenskí og sagðist enn styðja Úkraínu en hann væri þó sannfærður um að stigmögnun í stríðinu gæti valdið Úkraínu sem og heiminum alvarlegum skaða.

Uppfært: Elon Musk hefur neitað því að hafa rætt við Pútín nýlega. Síðast hafi þeir rætt saman fyrir 18 mánuðum og það hafi verið um geiminn. Ian Bremmer stendur þó fast við sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES