fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. september 2022 10:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein var þann 27. september síðastliðinn fundin sek í Héraðsdómi Reykjaness um innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni. Efnin flutti konan innvortis í 33 pakkningum en þau voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Konan kom með efnin til landsins í flugi frá Vín í Austurríki þann 14. ágúst síðastliðinn.

Konan játaði brot sín fyrir dómi. Í dómi Héraðsdóms er henni virt það til refsilækkunar, sem og sú staðreynd að hún skipulagði ekki sjálf smyglið. Í dómnum segir:

„Ákærða hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að hún hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, sem og til greiðrar játningar ákærðu fyrir dómi. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því horft að ákærða flutti til landsins töluvert magn af fremur sterku kókaíni sem ætlað var til söludreifingar hér á landi.“

Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og til að greiða rúmlega eina og hálfa milljón króna í málskostnað.

Dóm Héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa