fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Framdi innbrot hjá fyrrverandi unnustu

Handtekinn og vistaður í fangageymslu – Maður braust inn í bíla í Kópavogi – Tveir stöðvaðir í umferðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var handtekinn í Breiðholti í nótt eftir að hann hafði brotið sér leið inn í íbúð. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var enginn í íbúðinni en fyrrverandi unnusta mannsins sem braust inn býr þar.

Í dagbók lögreglunnar segir að lögreglumenn hafi mætt á vettvang um klukkan tvö í nótt og handtekið manninn. Maðurinn var svo vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Að auki var maður handtekinn í Kópavogi grunaður um innbrot í bifreiðar og fleira. Maðurinn var í kjölfarið vistaður í fangageymslu lögreglu. Við vistun fundust ætluð fíkniefni og lyf innanklæða og verður maðurinn því einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Þá voru tveir stöðvaðir í umferðinni í nótt eða gærkvöldi, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin