fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Elti uppi þjóf og náði af honum farsíma og þvottaefni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2022 06:48

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kl. 22 í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 109. Segir í dagbók lögreglu að maður hafi náð að hlaupa út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Öryggisvörður í versluninni elti þjófinn uppi og náði af honum einhverjum vörum, meðal annars þvottaefni. Þjófurinn komst undan en öryggisvörðurinn náði af honum farsímanum þannig að ætla má að greiðlega muni ganga að hafa uppi á viðkomandi.

Fyrr um kvöldið hafði verið tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í hverfi 108. Tveir menn voru handteknir á vettvangi og þeir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um áverka árásarþola.

Að öðru leyti var kvöldið og nóttin rólega hjá lögreglu. Bíleigandi í hverfi 101 óskaði eftir aðstoð vegna ókunnugs manns sem hafði farið inn í aftursæti bifreiðar hennar og sofnað í aftursætinu. Lögregla vakti manninn og vísuðu honum út úr bifreiðinni.

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið, hverfi 109.  Búið var að brjóta rúðu í bifreið þar sem henni var lagt í bifreiðastæði við fjölbýlishús og stolið var farsíma og hleðslubanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins