fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Þorsteinn Halldórs: Var hún ekki að eignast barn líka?

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. september 2022 20:36

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ræddi við 433 í kvöld eftir leik við Hvíta-Rússland í undankeppni HM.

Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland í dag og vann 6-0 sigur og er í toppsætinu í C-riðli fyrir lokaumferðina.

Þar er allt undir gegn Hollandi en sigurinn í dag gerir vonandi mikið fyrir sjálfstraust leikmanna liðsins.

,,Sem þjálfari ertu alltaf að leita að einhverjum smáatriðum og vilt alltaf gera betur en heilt yfir var þetta góður leikur, góður sigur og sannfærandi og bara góð liðsframmistaða heilt yfir,“ sagði Steini.

,,Við gerðum vel í því að láta þeim aldrei líða vel á vellinum eða þannig að þær gætu gert eitthvað á móti okkur. Það var mikil grimmd og mikil vinnusemi, það var alltaf langt hjá þeim í markið.“

,,Við ætluðum að pressa hátt og láta þær vera í vandræðum með að koma boltanum fram á við. Það heppnaðist, við unnum boltann tiltölulega ofarlega á vellinum og það var erfitt fyrir þær að spila á móti okkur.“

Þorsteinn var svo spurður út í Söru Björk Gunnarsdóttur sem gerði tvö mörk í kvöld.

Talað hefur verið um standið á Söru sem er nýbúin að eignast barn en Þorsteinn er gríðarlega ánægður með landsliðsfyrirliðann.

,,Var hún ekki að eignast barn líka? Þú gleymdir því í spurningunni! Sara er atvinnumaður og það er enginn leikmaður sem er eins dugleg. Hún er flott fyrirmynd fyrir leikmenn sem vilja ná langt og ætla sér hluti. Hún er í flottu formi og í góðu standi og ég hef aldrei haft áhyggjur af henni.“

DJI_0436.MP4
play-sharp-fill

DJI_0436.MP4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
Hide picture