fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Sara minnist Rich Piana – „Við áttum svo margar góðar minningar en líka erfiðar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. ágúst 2022 11:59

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtarræktarkonan Sara Heimisdóttir, einnig þekkt sem Sara Piana, minnist eiginmanns síns, bandaríska vaxtarræktarmannsins Rich Piana, sem lést fyrir fimm árum. Sara og Rich giftu sig í september 2015 og skildu að borði og sæng árið 2016, en voru enn þá gift þegar hann féll frá. Rich veiktist á heimili sínu í Flórída í ágúst 2017 og var haldið sofandi í öndunarvél um tíma.

Sara flutti aftur til Íslands fyrir tveimur árum eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum, en hún flutti upphaflega erlendis til að flýja ofbeldissamband við alræmdan handrukkara hér á landi.

Sjá einnig: Sara Heimis lýsir ofbeldissambandi við alræmdan handrukkara

Sara minnist Rich í einlægri færslu á Instagram og birtir nokkrar myndir af þeim saman. Smartland greinir einnig frá.

„Ég trúi því ekki að það séu fimm ár liðin síðan þú fórst frá okkur. Mér líður eins og það var bara í gær sem við hittumst í fyrsta skipti,“ segir hún. Sara segir að uppáhalds minning hennar sé þegar þau keyptu mat og nammi og lágu saman á teppi í garðinum með hundunum þeirra og horfðu á stjörnurnar.

„Það var mikið hlegið,“ segir hún. „Við áttum margar góðar minningar saman en einnig erfiðar sem urðu til þess að við fórum sitthvora áttina í lífinu,“ segir hún og bætir við að hún sé þakklát fyrir allt sem hann kenndi henni og lexíurnar sem hún lærði af sambandi þeirra.

„Farinn en ekki gleymdur. Hvíldu í friði,“ segir hún.

Minningarorð Söru má lesa í heild sinni hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Piana (@thesarapiana)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert