fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ók um á fjórum nagladekkjum og grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 09:19

Lögreglukona að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt en í dagbók lögreglunnar kemur fram að alls voru skráð 92 mál frá klukkan 17 í gær og til klukkan 05 í nótt. Þá barst lögreglunni tilkynningar um hávaða eða ónæði í öllum hverfum alls 11 sinnum í nótt. Í 9 skipti þurftu lögreglumenn svo að huga að fólki sökum ölvunarástands á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkuð var um að ökumenn væru stöðvaðir við akstur bifreiða í nótt, flestir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Til dæmis var einn stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum bæði fíkniefna og lyfja en bifreiðin sem hann ók á var einnig á fjórum nagladekkjum.

Þá var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók á 118 km/klst hraða á vegi í 105 Reykjavík þar sem hámarkshraðin var 80 km/klst. Ökumaðurinn var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja en einnig fyrir vörslu á ætluðu fíkniefni. Hann var færður á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku vegna málsins en var svo látinn laus eftir það.

Í Hafnarfirðinum var svo ökumaður stöðvaður og handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en sá var einnig sviptur ökuréttindum. Þá var farþegi í bílnum einnig handtekinn þar sem fíkniefni fundust í fórum hans. Bæði ökumaðurinn og farþeginn voru látnir lausir eftir sýna- og skýrslutökur á lögreglustöð.

Rafhlaupahjólaslys og líkamsárásir

Það var ekki bara bílafólk sem var til vandræða í kvöld heldur einnig rafskútufólk. Um klukkan 1 í nótt datt maður af rafhlaupahjóli á gangstétt í 108 Reykjavík. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann var með áverka á öxlinni sinni. Maðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður á rafhlaupahjólinu og var því sýni tekið úr honum.

Þá var annar maður sem datt af rafhlaupahjóli en sá datt á gangstétt í Hafnarfirðinum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild vegna áverka á fæti.

Í dagbókinni segir svo frá tveimur líkamsárásum. Önnur þeirra var framin í miðbæ Reykjavíkur en þar var flösku köstað í höfuð á annarri manneskju. Sá sem fékk flöskuna í höfuðið var fluttur á slysadeild en meintur gerandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður þar vegna málsins.

Hin líkamsárásin átti sér stað í Mosfellsbæ en þar var meintur gerandi handtekinn á vettvangi og fluttur til vistunar á lögreglustöð í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast