fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Milos fær að fjúka frá Malmö

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 08:28

Milos, til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Aftonbladet í Svíþjóð er búið að reka Milos Milojevic úr starfi þjálfara Malmö.

Malmö er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik í annari umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Zalgiris frá Litháen. Sænsku meistararnir fara því nú í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Sæti Milosar hefur verið heitt lengi og nú virðist sem hann fái að fjúka. Aftonbladet segir að félagið muni staðfesta þetta á eftir.

Milos þjálfaði á árum áður bæði Breiðablik og Víking Reykjavík.

Hann sneri aftur til Íslands á dögunum til að mæta Víkingi í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar fór Malmö með nauman sigur af hólmi, þrátt fyrir að vera manni fleiri stóran hluta einvígisins.

Uppfært klukkan 12:45: Malmö hefur staðfest að búið sé að reka Milos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina
433Sport
Í gær

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma