fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Vanræksla og mistök hjá HSS segir landlæknir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 09:00

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru alvarlegir gallar á þeirri læknisþjónustu sem var veitt hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS, að því er segir í álitsgerð landlæknis. Vanræksla og mistök áttu sér stað og ekki var farið að klínískum leiðbeiningum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að álitsgerðin hafi verið unnin í kjölfar kvörtunar Evu Hauksdóttur. Hún leitaði til embættisins eftir að móðir hennar, sem var til meðferðar á stofnuninni, lést.

Fréttablaðið segir að í álitsgerðinni séu gerðar margar athugasemdir við störf á stofnuninni og eru viðbrögðin við kvörtun Evu sögð „ófullnægjandi og ámælisverð“. Telur Landlæknir að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða varðandi þá heilbrigðisþjónustu sem móðir Evu fékk, „þar sem endurteknum, alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum var ýmist gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur þegar hún kvartaði endurtekið til HSS á síðustu árum ævinnar“.

Einnig er gerð athugasemd við ummæli læknisins, Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, um ófullkomna skráningarmöguleika á meðferðartakmörkunum sem „stingi í stúf við klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð“.

Eins og fram kom á þriðjudaginn þá telur Almar Möller, verjandi Skúla, að matsgerðir sem voru gerðar að kröfu lögreglunnar séu með þeim hætti að líklega hætti lögreglan rannsókn málsins og felli mál Skúla niður. Skúli hefur legið undir grun um að hafa gripið til tilefnislausra lífslokameðferða.

Lögfræðingur Skúla segir að ný gögn sanni sakleysi hans

„Ég er ekki hissa á því. Það er bara einn angi af þessu fúski. Það breytir því ekki að í máli móður minnar þá kemur fram í álitsgerð landlæknis að sú meðferð sem hún fékk hafi borið öll einkenni lífslokameðferðar,“ sagði Eva í samtali við DV á þriðjudaginn um ummæli Almars.

Eva bregst við ummælum verjanda Skúla læknis – Bendir á að Landlæknir taldi móður hennar hafa borið öll einkenni lífslokameðferðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins