Playboy fyrirsætan Daniella Chavez er með háleit markmið í lífinu en hún kemur frá Síle og er mikill knattspyrnuaðdáandi.
Chavez er 32 ára gömul en hún hefur lengi fylgst með fótbolta og styður heimalið sitt O’Higgins FC í Síle.
Það er hennar draumur að ná að eignast félagið og hefur farið af stað með OnlyFans síðu þar sem hún segist vera að safna til að eiga fyrir klúbbnum.
Chavez segist sjálf vera búin að safna fjórum milljónum punda en hún er með um 18 milljónir fylgjenda á Instagram.
Hún rukkar aðdáendur sína 16 pund á mánuði á OnlyFans þar sem þeir fá aðgang að ýmsu klámfengnu efni og er hún mjög virk á síðunni.
Hún komst að því í fyrra að O’Higgins væri til sölu og mun það kosta hana um 20 milljónir punda að kaupa félagið.