Jón Dagur Þorsteinsson byrjar vel fyrir lið Leuven frá Belgíu en hann lék með liðinu gegn Amiens í kvöld.
Um var að ræða æfingaleik sem Leuven vann 4-2 en Amiens er franskt félag.
Jón Dagur kom nýlega til Leuven frá Danmörku en hann hafði verið á mála hjá AGF þar í landi.
Sóknarmaðurinn skoraði fyrsta mark liðsins í sigrinum en Amiens hafði tekið forystuna og leiddi í hálfleik.
Þetta var fyrsti leikur Jóns Dags fyrir Leuven og byrjar hann því glimrandi vel.