Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan samning við Paris Saint-Germain í sumar.
Mbappe var talinn vera á förum frá PSG og til Real Madrid en hann krotaði undir til ársins 2025.
Hugo Sanchez, fyrrum leikmaður Real, er á því máli að Mbappe hafi þurft að neita Real og mun fara þangað í framtíðinni.
Sanchez skoraði sjálfur 208 mörk í 283 leikjum fyrir Real og er viss um að Frakkinn endi þar einn aginn.
,,Mbappe er ekki búinn að harðneita Real Madrid, hann þurfti að segja nei vegna pólítiskra ástæðna og pressu frá fjölskyldunni,“ sagði Sanchez.
,,Miðað við hvernig ég þekki hann þá er ég viss um að hann muni spila fyrir Real Madrid.“