Mesut Özil er mættur til Istanbul Basaksehir eftir að samningi hans við Fenerbahce var rift.
Özil gekk í raðir Fenerbahce snemma árs 2021. Hann kom frá Arsenal, þar sem hann hafði verið algjörlega úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra liðsins.
Nú hefur Özil hins vegar einnig verið í frystinum hjá Fenerbahce í nokkra mánuði og því verið í leit að nýju félagi.
Özil var á mála hjá Arsenal frá 2013 til 2021. Hann vann fjóra bikarmeistaratitla með félaginu.
Istanbul Basaksehir hafnaði í fjórða sæti tyrknesku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Sambandsdeildinni á þeirri næstu.
🎶 #KırZincirlerini 🎶
🟠🔵 @M10 pic.twitter.com/20XlJ6vfu8
— İstanbul Başakşehir (@ibfk2014) July 13, 2022