Arsenal hefur kynnt til leiks hópinn sem ferðast til Bandaríkjanna í æfingaferð félagsins.
Arsenal ferðast til Bandaríkjanna í dag. Liðið mun þar leika gegn Everton í Baltimore á laugardag og svo Chelsea í Orlando fjórum dögum síðar.
Þann 23. júlí mætir Arsenal svo Orlando í heimaborg síðarnefnda liðsins.
Thomas Partey ferðast með Arsenal til Orlando en staða hans innan félagsins hefur verið sögð í óvissu.
Þá ferðast íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson einnig með Arsenal. Hann var á láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð og hefur verið talað um að hann gæti verið lánaður út að nýju á næstu leiktíð.
Það verður gaman að fylgjast með því hvort Rúnar fái að spreyta sig í ferðinni.
Hér fyrir neðan má sjá hópinn í heild.