Vængmaðurinn Raphinha er að kveðja ensku deildina og spilar á Spáni næsta vetur. Barcelona, sem er að fá leikmanninn, staðfestir þetta.
Raphinha yfirgefur lið Leeds United en hann skrifar undir fimm ára samning við Barcelona.
Chelsea var nálægt því að tryggja sér leikmanninn fyrr í sumar áður en Barcelona blandaði sér í málið.
Það var alltaf vilji Raphinha að ganga í raðir Barcelona og kostar hann alls 67 milljónir evra.
Agreement in principle with @LUFC for the transfer of Raphinha
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 13, 2022