fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Veikur matsveinn lagði Brim hf í héraðsdómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 16:03

Brim Grandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi matsveini á frystitogara hjá Brim hf í hag í máli hans gegn fyrirtækinu. Matsveinninn krafðist þess að útgerðarfyrirtækið greiddi honum vangoldin laun upp á rúmlega 3,7 milljónir króna.

Ágreiningurinn snerist um það hvort maðurinn hefði átt rétt á að fá greidd staðgengilslaun frá 28. ágúst til 17. september árið 2020 og jafnframt kauptryggingu í tvo mánuði eftir það.

Maðurinn var og er óvinnufær vegna veikinda, sem að hluta eru óskýrð, en virðast stafa af eftirköstum Covid. Glímir hann bæði við hjarta- og lungnavandamál. Hefur hann verið metinn 100% öryrki. Trúnaðarlæknir Brims vefengdi hins vegar læknisvottorð mannsins og taldi að hann gæti sinnt störfum sem matsveinn þó að hann gæti ekki unnið á dekki. Var því þessum kröfum mannsins hafnað af hálfu Brims.

Í niðurstöðum dómsins segir meðal annars:

„Samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985 skal skipverji, sem verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann verður fyrir á meðan á ráðningartíma stendur ekki missa neins af launum sínum í tvo mánuði, í hverju sem þau eru greidd. Þá er í 2. málsl. 1. mgr. sömu lagagreinar kveðið á um að sé skipverji í launalausu fríi er hann veikist eða slasast þá taki hann laun frá þeim tíma er hann skyldi hefja störf að nýju.“

Var það niðurstaða dómsins að kröfur matsveinsins væru réttmætar og var Brim dæmt til að greiða honum  3.730.352 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, af 2.530.548. krónum frá 15. október 2020 til 15. desember sama ár, en af 3.730.352 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

Brim þarf jafnframt að greiða honum málskostnað upp á 1.750.000 krónur.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi