fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Leikmaður Fram með skoðun á Hemma Hreiðars – ,,Ef hann kæmi erlendis frá væri búið að reka hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. júlí 2022 19:37

Hermann Hreiðarsson. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, er á milli tannana á nokkrum eftir Twitter færslu sem hann lét falla í kvöld.

Guðmundur tjáði sig þar um stöðu mála hjá ÍBV sem er í vandræðum í Bestu deildinni undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar.

Starf Hermanns gæti verið í hættu en ÍBV er á botninum með fimm stig eftir 12 leiki. Liðið tapaði 4-3 gegn KA í dag.

Guðmundur þekkir það að spila með ÍBV en hann lék með liðinu í efstu deild 2019 og skoraði þá eitt mark í tíu leikjum.

,,Ef þjálfari ÍBV kæmi erlendis frá, segjum t.d Portúgal væri búið að reka hann,“ skrifar Guðmundur á Twitter í kvöld.

Framherjinn er þar augljóslega að benda á að Pedro Hipolito hafi verið rekinn frá ÍBV árið 2019 eftir aðeins sex mánuði í starfi.

Pedro og Guðmundur störfuðu áður saman hjá Fram og fékk Portúgalinn hann í raðir ÍBV í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn
433Sport
Í gær

Verður þetta síðasti leikur Ronaldo á ferlinum?

Verður þetta síðasti leikur Ronaldo á ferlinum?
433Sport
Í gær

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“