fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Þrír einstaklingar látnir og fjórir alvarlega særðir eftir skotárásina í Kaupmannahöfn – Tvö 17 ára látin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2022 06:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir skot­á­rás í verslunar­mið­stöðinni Field’s í Kaup­manna­höfn síð­degis í dag. Tveir hinna látnu eru danskir, 17 ára drengur og 17 ára stúlka, en að auki lést rússneskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Þá eru fjórir alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Tveir Danir, fertug kona og önnur nítján ára sem og tveir sænskir ríkisborgarar, fimmtugur maður og 16 ára kona.

Gerandinn er 22 ára gamall Dani og telur lögreglan á þessari stundu að hann hafi verið einn að verki og ekki sé um skipulagt hryðjuverk að ræða. Á samfélagsmmiðlum er þó sá kvittur á kreiki að maðurinn hafi aðhyllst hægri öfgaskoðanir en hann hafi verið meðlimur í hægri öfgaflokkinum Stram Kurs. Þá hafi skotmaðurinn birt myndband af sér á Youtube þar sem hann stillti sér upp með skotvopnum.

Á blaðamannafundi lögreglunnar í morgun kom fram að maðurinn hafi notað rifil og skammbyssu til þess að fremja ódæðið. Vopnin hafi verið skráð á annan aðila og því hafi gerandinn líklega komist yfir þau með ólöglegum hætti.

Þá kom einnig fram að skotmaðurinn ætti sér sögu um andleg veikindi þó að lögreglan hafi ekki viljað fara nánar út í þá sálma. Þá hafði hann einnig áður komist í kast við lögin.

Fjórir eru alvarlega særðir og þrír látnir eftir skotárásina í Kaupmannahöfn

Vopnalöggjöfin í Danmörkur er ein sú strangasta í heiminum. Síðasta skotárás átti sem átti sér stað í Danmörku var árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum