fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Svanhildur þarf að greiða meira en 5,5 milljónir fyrir nauðsynlega aðgerð – Á erfitt með að nærast og þarf stundum að notast við hjólastól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 18:30

Svanhildur Ósk Guðmundsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnaður hefur styrktarsjóður fyrir Svanhildi Ósk Guðmundsdóttur, unga konu sem þjáist af nokkrum gerðum af æðaþjöppunarheilkennum. Svanhildur stefnir á að komast í nauðsynlega aðgerð í Þýskalandi í sumar sem mun færa henni möguleika á auknum lífsgæðum. Sjúkratryggingar Íslands hafa í tvígang synjað umsókn hennar um fjárhagsaðstoð og er því gripið til þess ráð að freista þessa að safna fyrir aðgerðarkostnaðinum.

Æðaþjöppunarheilkenni eru kölluð „compression syndromes“ á ensku en í fyrra greindist Svanhildur með nokkur afbrigði sjúkdómsins. Lítil kunnátta er til staðar hér á landi varðandi meðferð þessa sjúkdóms og gekkst Svanhildur því undir velheppnaða aðgerð í Þýskalandi í fyrra. Hún glímir hins vegar enn við mikil vandamál, er mjög verkjuð, á í erfiðleikum með að nærast sökum verkja og mikilla einkenna frá meltingarvegi; einnig eru mikil einkenni frá taugakerfi, s.s. skjálfti, pirringur, svimi og heilaþoka; ennfremur minnkandi styrkur í höndum og fótum og þarf Svanhildur stundum að notast við hjólastól

Lykillinn er önnur aðgerð í Þýskalandi

Svanhildur hefur lengi beðið eftir því að komast í aðra aðgerð í Þýskalandi sem gæti lagað þetta ástand og stóraukið lífsgæði hennar. En eins og fyrr segir hafna Sjúkratryggingar Íslands því að styrkja hana. Hafa því ættingar Svanhildar ákveðið að gangast fyrir söfnun til að gera henni kleift að eignast betra líf án stöðugra verkja og magnleysis. Er stefnt að því að Svanhildur gangist undir æðaígræðslu í Þýskalandi í sumar, mun þá þurfa að fjarlægja mikið magn af örvef í kringum celiac-æðina og hengja upp bæði nýrun til að auka blóðflæði.

Aðgerðin kostar 5,5 milljónir og við það bætist kostnaður við ferðir og uppihald. Ef söfnunin gengur vel og það næst að safna fyrir aðgerðarkostnaði mun það sem umfram safnast verða gefið til góðgerðarmála.

Þeir sem vilja styrkja þetta þarfa málefni og gefa Svanhildi möguleika á meiri lífsgæðum geta lagt söfnuninni lið. Reikningsupplýsingar eru eftirfarandi:

Kennitala: 260984-2689

Reikningsnúmer: 0123-15-057954

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari