fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona, veislustjóri, magadansmær, danskennari og margt fleira, deildi fyrir 11 árum síðan ansi skemmtilegri mynd af Sigmari Guðmundssyni, alþingismanni Viðreisnar. Þegar myndin var tekin var Sigmar þó ekki orðinn alþingismaður heldur var hann frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV eða eins og Margrét orðar það í gríni: „bara óprúttinn sjónvarpsmaður“.

Á myndinni má sjá Sigmar fylgja tískubylgju sem tröllréð öllu um mitt árið 2011, það að planka. Tískubylgjan lýsti sér í því að fólk tók upp á því að liggja flatt á hinum ýmsu óvenjulegu stöðum, eins og píanói í tilviki Sigmars.

„Maðurinn er náttúrulega orðinn létt óþolandi,“ sagði Margrét þegar hún birti myndina árið 2011 en í gær skrifaði hún nýja athugasemd við færsluna þar sem liðin voru slétt 11 ár frá birtingu hennar.

„Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins þegar hann var bara óprúttinn sjónvarpsmaður sem var alltaf að planka í partýum?“ spyr Margrét í þessari nýju athugasemd og uppskar nokkur hlátrasköll miðað við viðbrögð vina hennar á samfélagsmiðlinum.

Myndina sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Mynd: Margrét Erla Maack/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“